Lög Andartaks

1. gr.
Nafn félagsins er Andartak, Cystic Fibrosis samtökin á Íslandi.
Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2. gr.
Hlutverk félagsins er að gæta hagsmuna einstaklinga með Cystic Fibrosis, óháð aldri og fjölskyldna þeirra í hvívetna.

Tilgangur félagsins er m.a.:
Fræðsla og upplýsingamiðlun til félagsmanna, almennings og opinberra aðila um Cystic Fibrosis.
Að bæta félagslega stöðu fólks með Cystic Fibrosis og aðstandenda þeirra.
Að styðja við rannsóknir á Cystic Fibrosis.

Félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni.

3. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með

 1. Að einstaklingar með Cystic Fibrosis og aðstandendur þeirra miðli hvert öðru af reynslu sinni og veiti hvert öðru þá hjálp og stuðning sem mögulegt er.
 2. Að stuðla að því að einstaklingar með Cystic Fibrosis og aðstandendur þeirra verði upplýstir af fagaðilum um öll þau mál er varða félagsleg og lagaleg réttindi sín.
 3. Að kynna málefni einstaklinga með Cystic Fibrosis fyrir almenningi með tilstyrk fjölmiðla og með útgáfustarfsemi.
 4. Að efla samvinnu við félagasamtök sem vinna að velferðarmálum barna og einstaklinga með Cystic Fibrosis.
 5. Að félagsmönnum verði haldið upplýstum um starfsemi félagsins með reglulegri sendingu fréttabréfs um starfsemina.

4. gr.
Félagið er opið þeim sem áhuga hafa á málefnum einstaklinga með Cystic Fibrosis. Félagsgjald skal ákveðið á aðalfundi félagsins. Innheimta skal árgjöld í samræmi við ákvörðun stjórnar.

5. gr.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið.  Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs.  Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.

6. gr.
Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. ágúst ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti.  Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála.  Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
 2. Skýrsla stjórnar lögð fram
 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
 4. Lagabreytingar
 5. Ákvörðun félagsgjalds
 6. Kosning stjórnar
 7. Önnur mál

7.gr.
Stjórn félagsins skal skipuð 3-8 félagsmönnum, formanni og 2 – 7 meðstjórnendum,  kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn.  Einnig er heimilt að kjósa allt að 8 varamenn. Stjórnin skiptir með sér verkum.  Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda.  Formaður boðar til funda.  Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

8.gr.
Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi. Félagsgjöld skulu innheimt árlega.

9. gr.
Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til Barnaspítala Hringsinns.

Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi
Dagsetning: 26.05.2018.